Skip to content

Heimir Bjarnason

Kvikmyndagerð hefur heltekið Heimi alveg frá því hann gerði sína fyrstu stuttmynd, þá 10 ára gamall. Hann sérhæfði sig í leikstjórn í Prague Film School og útskrifaðist þaðan árið 2016.

Þrot var fyrsta mynd Heimis í fullri lengd sem hann leikstýrði og skrifaði. Fyrir myndina hlaut Heimir tvær Eddu-tilnefningar árið 2023, fyrir bestu leikstjórn og besta handrit. 

Sem framleiðandi hefur Heimir komið að sjónvarpsþáttunum Flamingo Bar ásamt kvikmyndum It Hatched og Þrot.

Heimir er reynslumikill klippari og má þar nefna verkefni eins og uppistand Ara Eldjárns á Netflix, skemmtiþættina Steinda Con og verðlaunuðu þættina Stormur þar sem Heimir sat einnig í höfundateyminu. Í þáttunum fengu áhorfendur að skyggnast bakvið tjöldin hjá stjórnendum og viðbragðsaðilum í Covid-19 faraldrinum.