Skip to content

Heimir Bjarnason

Kvikmyndagerð hefur heltekið Heimi alveg frá því hann gerði sína fyrstu stuttmynd, þá 10 ára gamall. Hann sérhæfði sig í leikstjórn í Prague Film School og útskrifaðist þaðan árið 2016.

Þrot var fyrsta mynd Heimis í fullri lengd sem hann leikstýrði og skrifaði. Fyrir myndina hlaut Heimir tvær Eddu-tilnefningar árið 2023, fyrir bestu leikstjórn og besta handrit. 

Sem framleiðandi hefur Heimir komið að kvikmyndunum It Hatched og Þrot. Meðal verkefna á döfinni eru gamanþættirnir Flamingo Bar sem verða sýndir á Stöð 2 og heimildamyndin Dansandi Línur.

Heimir er reynslumikill klippari og má þar nefna verkefni eins og uppistand Ara Eldjárns á Netflix, skemmtiþættina Steinda Con og verðlaunuðu þættina Stormur þar sem Heimir sat einnig í höfundateyminu. Í þáttunum fengu áhorfendur að skyggnast bakvið tjöldin hjá stjórnendum og viðbragðsaðilum í Covid-19 faraldrinum.